215 nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar

Í vetur verða alls 215 nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar, í Ólafsfirði og á Siglufirði.  Í 1.-4. bekk eru skráðir 93 nemendur sem eiga kost á frístund eftir skóla en fjölbreytt námskeið eru í boði í Fjallabyggð.

Fjögur íþróttafélög þ.e. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Blakfélag Fjallabyggðar, Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar og Ungmennafélagið Glói, Tónlistarskólinn á Tröllaskaga og Bjarney Lea Guðmundsdóttir danskennari bjóða upp á frístundastarf í Frístund á haustönn, en auk þess er boðið upp á sund og hringekju sem starfsfólk grunnskólans sér um.