Í gærkvöldi var dregið í riðla í Sápuboltamótinu sem fram fer í Ólafsfirði í dag. Alls eru 21 lið sem leika í 5 riðlum. Keppnin fer fram á þremur völlum. Fjórir spila saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum. Mótið fer fram á dúk sem er 15×20 að stærð og notast er við handboltamörk.
Mótið hefst á skrúðgöngu kl. 11:40 frá Menntaskólanum á Tröllaskaga að vallarsvæði mótsins. Fyrstu leikir hefjast klk. 12:00. Áætlað er að úrslitaleikir hefjist kl. 16:30.
Ræst hefur úr veðurspánni og er spáð björtu veðri og 11 stigum í dag í Ólafsfirði.