Nú er aðeins tæpur mánuður í fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar, en Sjóarasveiflan er á dagskrá föstudaginn 2. júní næstkomandi. Í sumar er gert ráð fyrir 21 móti hjá GFB á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði, þar af er miðvikudagsmótaröðin í 12 skipti. Önnur mót eru kunnug kylfingum sem haldin eru nánast ár hvert.

Miðvikudagsmótaröðin hefst 7. júní, en einnig á dagskrá í sumar eru Opna Ísfellsmótið, Meistaramót GFB, Minningarmót GFB, Opna Rammamótið, Golfmót Kaffi Klöru, Kvennamót GFB og Bændaglíman.

Kylfingar geta því farið að pússa kylfurnar og finna til allt sem þarf til að undirbúa næsta golfmót.

Hér á síðunni verður greint frá helstu mótum sumarsins í Fjallabyggð.