205 í tónlistarnámi á Tröllaskaga

Eftir sameiningu tónlistarskólanna á Dalvík og í Fjallabyggð þá eru núna 205 nemendur í námi í Tónskólanum á Tröllaskaga. Fimmtán tónlistarkennarar vinna nú við skólann í misjöfnum stöðugildum en alls eru stöðugildin 11,35 auk þess starfa þrír starfsmenn við ræstingar.  Einn kennari heimsækir leikskólana á svæðinu einu sinni í viku og syngur með krökkunum. Um 170 nemendur skólans komu frá á jólatónleikum skólans í desember síðastliðnum.

Uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða haldnir í Víkurröst þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17.00.  Þar koma fram nemendur skólans með tónlistaratriði sem hafa verið valin af kennurum skólans.  Í salnum verða 3. dómara sem velja síðan þrjú atriði til að halda áfram keppni í Hofi 9. febrúar næstkomandi.