205.777 farþegar um Akureyrarflugvöll árið 2017

Alls fóru 205.777 farþegar um Akureyrarflugvöll á árinu 2017, en árið 2016 fóru alls 188.810 um völlinn og var því 9,0% fjölgun á milli ára.  Mikil aukning var í desember 2017, en þá fóru 15.141 farþegar um völlinn en voru 12.634 í desember 2016, sem er 19,8% aukning. Alls voru þetta 93.477 flug (brottfarir og komur) samanlagt á árinu 2017 en voru 78.364 árið 2016 sem er aukning um 19,3%.  Alls voru 323 fragtflug árið 2017 til Akureyrar en voru 403 árið 2016 sem er fækkun um 19,8% á milli ára.

Farþegatölur eru frá Isavia.