Alls eru 202 nemendur á vorönn í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.  Skólinn starfar bæði í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Enginn er á biðlista eftir námi á vorönn. Þá starfa 15 kennarar í 11,6 stöðugildum við skólann. Uppskeruhátíð skólans fer fram 14. mars næstkomandi. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga hittist í lok síðustu viku og ræddi breytingar á samstarfssamningi sveitarfélagana um rekstur skólans.

Heilt nám fyrir börn í skólanum kostar 75.902 kr. og hálft nám 50.801 kr.

Skólinn var stofnaður 1. ágúst 2016.