2008 bílar í gegnum Héðinsfjarðargöng á laugardag

Heldur færri fóru að meðaltali um bæði Héðinsfjarðargöng um nýliðna helgi miðað við sömu helgi á síðasta ári. Þessa helgina er alltaf haldið Pæjómótið á Siglufirði og Fiskidagurinn mikli er haldinn á Dalvík.  Frá fimmtudegi til sunnudags fóru tæplega 5% færri ökutæki Héðinsfjarðargöng. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Friðleifi Brynjarssyni, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni.

Mestur fjöldi bíla um Héðinsfjarðargöng var þó á laugardaginn síðastliðinn en þá fóru 2008 bílar í gegnum göngin, óháð aksturstefnu. Á sunnudeginum fóru 1509 bílar.

hedinsfjardargong-umferdatölur-pæjumótshelgin umferð-héðinsfjörður