Flugvél brotlenti á Hlíðarfjallsvegi á Akureyri nú fyrir skömmu. Eldur kom upp í vélinni, en var slökktur fljótt af slökkviliði Akureyrar. Almannavarnir hafa sett hæsta viðbúnaðarstig í gang. Um litla einkaflugvél er að ræða og líklega voru þrír um borð.

Fjölmennt lið lögreglu- og slökkviliðsmanna er á staðnum. Einnig er fjöldi björgunarsveitarmanna kominn á vettvang.

Ekki eru nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.

ruv.is greinir frá þessu.