20 golfmót á Siglufirði í sumar

Golfklúbbur Siglufjarðar hefur gefið út mótaskránna fyrir sumarið og þar er að finna 20 mót sem flestir kylfingar kannast við. Vonandi verður hægt að halda öll mótin í sumar vegna samkomutakmarkanna sem verið hafa hér á landinu undanfarið ár. Stefnt er að því að opna Sigló golfvöllinn í lok maí fyrir almenningi og félagsmönnum.

Rauðkumótið verður á sínum stað í sumar og hefst 16. júní. Í framhaldinu verður vanur/óvanur og Jónsmessumótið. Þétt dagskrá verður svo í júlí og síðustu mótin eru áætluð í september.

Skráning í mótin er ekki hafin, en kylfingar ættu að fylgjast vel með á golf.is.

Á Sigló hóteli er hægt að fá tilboð í gistingu og golf.

Mynd: Héðinsfjörður.is /Magnús Rúnar Magnússon