Sameiginlegt lið Dalvík og KF í 2. flokki spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina við Sindra. Lið ferðaðist alla leið á Höfn í Hornafirði sem er töluverður akstur. Sindri komst í 2-0 eftir 30 mínútur, og eitt mark úr víti. Sindri gerði svo sjálfsmark á 34. mínútu en komust svo í 3-1 á 43. mínútu. Staðan því 3-1 í hálfleik.  Dalvík/KF gafst ekki upp og gerðu tvö mörk í síðari hálfleik, skoruðu á 55. mínútu og svo fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-3 í þessum fyrsta leik hjá sameiginlegu Liði Dalvíkur og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.  Næsti leikur liðsins er gegn Snæfellsnesi á Ólafsfjarðarvelli 1. júní kl. 16.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.