2.deild karla í knattspyrnu í gær: Dalvík/Reynir með útisigur

Árborg 1-2 Dalvík/Reynir:
0-1 Kristinn Þór Björnsson (’22)
1-1 Almir Cosic (’45)
1-2 Markús Darri Jónasson (´57)

Dalvík/Reynir gerði góða ferð til Selfossar í gær og unnu 1-2 útisigur á Árborgarmönnum. Dalvík komst yfir á 22. mínútu með marki frá Kristni Björnssyni. Árborg jafnaði metin rétt fyrir leikhlé og staðan því 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu svo Dalvíkingar við einu marki eftir misheppnað úthlaup markamanns Árborgar. Urðu því lokatölur leiksins 1-2. Áhorfendur voru 66 og dómari leiksins var Guðmundur Guðmundsson.

Eftir leikinn er Árborg í næst neðsta sæti með 6 stig en Dalvíkingar í 5. sæti og eiga góðan séns að komast ofar þar sem stutt er á milli liðanna í toppbaráttunni.