1947 árgerð af Willys gefið Síldarminjasafninu

Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur fengið Willys jeppa af árgerðinni 1947 að gjöf, en hann var upphaflega í eigu Karls Sturlaugssonar og síðan áttu synir hans Hjörtur og Guðlaugur jeppann.  Það voru börn þeirra bræðra sem gáfu jeppann til minningar um þá bræður.  Margir hafa komið að því að gera upp bílinn sem var meðal annars bólstraður upp á nýtt og málaður. Nánar má lesa um þetta á vef Síldarminjasafnsins.

Bíllinn er fyrst skráður 1. janúar 1946 og er 1180 kg.

Kalli

Mynd: Sigurður Fanndal.