19. júní dagskrá á Akureyri

Fjöldi viðburða eru skipulagðir á Akureyri vegna afmælisins frá 18.-20. júní en aðaláherslan er á 19.júní, sjálfan Kvennadaginn. Undirbúningshópur sem í eru konur úr hinum ýmsu kvennasamtökum, kvenfélögum, grasrótinni, bæjarfulltrúar og starfsmaður Akureyrarstofu vinna að skipulagningu hátíðarhaldanna. Alla dagskránna má sjá hér.

 19. Júní dagskrá:

Sýningin “Skundum á kjörstað” opnar í Litlu saumastofunni þar sem Þórdís Jónsdóttir sýnir bróderaða púða. Á púðunum eru myndir af konum í íslenskum búningum skunda á kjörstað árið 1915.
Sýningin verður í Litlu saumastofunni Brekkugötu 9 og stendur til 19.júlí.

Sýningin “SvuntAndi” opnar kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi með verkum Brynhildar, Dagrúnar, Jonnu og Þóru.

Sýning á þættinum um Vilhelmínu Lever úr þáttaröðinni “Öldin hennar” af RÚV og umfjöllun N4 um fyrirmyndir á Akureyri Backpackers kl. 14-16.

Tónleikarnir “Karlar fyrir konur” eru kl. 14 og 20 í Menningarhúsinu Hofi.

Sýningin “Einstæðar mæður” eftir ljósmyndarann Önnu King opnar kl. 15 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Sýnt verður 19. og 20. júní.

Bókaspjall um bókina “Frú ráðherra, sögur kvenna á ráðherrastóli” í Aðalstræti 82 kl. 17-19. Sigrún Stefánsdóttir og Edda Jónsdóttir segja frá vinnslu bókarinnar sem byggist á viðtölum við 20 konur sem hafa verið ráðherrar en bókin er tileinkuð minningu Auðar Auðuns sem fyrst íslenskra kvenna varð ráðherra. Boðið verður léttar veitingar og spjall um bókina.

Tónlist á Kaffi Ilm kl. 15.40 með þeim Helgu og Berglindi.

Leikritið “Þöggun” eftir Jón Gunnar Þórðarson. Sýnt í Leikhúsinu á Möðruvöllum kl. 20. Miðapantanir í síma 6660170 eða 6660180 alla daga milli 16 og 18. Miðaverð 2500 krónur.