19.1 stiga hiti á Siglufirði í dag

Hitinn á Siglufirði fór upp í 19.1 ° kl. 15:00 í dag samkvæmt Veðurstofunni.  Klukkan 10:00 í morgun var aðeins 9.2° hiti en hitinn hækkaði mikið eftir það. Töluvert mannlíf var í bænum enda fólk komið í bæinn til að tjalda og gista á hótelum og gistiheimilum yfir helgina. Skemmtiferðaskip var svo fyrri part dags við höfnina og voru gestir þess sýnilegir í miðbæ Siglufjarðar.

DSCN0651