Innritun í Menntaskólann á Akureyri er nú lokið en alls voru teknir inn 187 nemendur sem verða í 7 bekkjum. Þeir eru allir mjög fjölmennir og því ekki pláss fyrir fleiri nemendur í 1. bekk. Í 2. bekk er ekki pláss í bekkjum nema á náttúrufræðibrautum í MA.

MA hefst 21. ágúst með skólasetningu.