18 manns með Covid í Dalvíkurbyggð

Covid smitum hefur fjölgað hratt á Norðurlandi eystra síðustu daga. Í Dalvíkurbyggð eru núna 18 með covid í einangrun og 56 í sóttkví.

Á Siglufirði eru ennþá tveir í einangrun og einn í sóttkví. Engin tilfelli eru ennþá í Ólafsfirði.

Alls eru 93 með covid á Norðurlandi eystra og 343 í sóttkví. Langflest tilfellin eru á Akureyrarsvæðinu.