Annað mót af 10 fór fram í gær í Berg mótaröðinni á Siglógolf á Siglufirði. Þrátt fyrir blautt veður undanfarið var mótið haldið og 18 kylfingar létu sig hafa það þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Keppt er í punktakeppni með forgjöf.
Nokkur spenna var í efstu þremur sætum en Brynjar Heimir Þorleifsson var í 1. sæti með 20 punkta. Stefán Aðalsteinsson var í 2. sæti með 19. punkta. Sævar Örn Kárason var í 3. sæti einnig með 19 punkta.
Um helgina fer svo fram Jónsmessumót KLM á Siglógolf. Þar verður fordrykkur og matur eftir 9 holur. Nú þegar hafa 32 skráð sig í mótið.