18 kylfingar á Jónsmessumóti GFB í Ólafsfirði

Jónsmessumót Golfklúbbs Fjallabyggðar var haldið í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Leiknar voru 9 holur og voru svo veitingar í skálanum eftir mótið.

Halldór Ingvar Guðmundsson markmaður KF var á fæstum höggum á 9 holum, en hann endaði með 36 högg. Annar var Grímur Þórisson á 39 höggum og Björg Traustadóttir var á 40 höggum.

Flesta punkta fékk Björg Traustadóttir, eða 18 punkta á 9 holum. Eiríkur Pálmason var með 17 punkta og einnig Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrik Þór Birgisson og Rósa Jónsdóttir.

Næsta mót verður haldið á miðvikudaginn á vellinum þegar Miðvikudagsmótaröðin fer fram.