175 innritaðir í MTR á haustönn

Sumarfrí starfsmanna Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið og verður skólinn lokaður til 6. ágúst. Innritun hefur gengið vel og eru nú 175 nemendur skráðir í skólann. Allir nýnemar fengu bréf í síðustu viku viku.  Ennþá er hægt að sækja um skólavist en þær umsóknir verða ekki afgreiddar fyrr en eftir sumarfríi starfsmanna. Tekið verður við umsóknum til 20. ágúst í þá áfanga þar sem pláss er laust.

mtr

Heimild: www.mtr.is