17. júní í Skagafirði

Hátíðar- og skemmtidagskrá á Sauðárkróki á 17. júní  hefst við Skagfirðingabúð þar sem unga kynslóðin getur fengið andlitsmálun áður en skrúðgangan heldur af stað kl. 12:45 að Flæðunum við Faxatorg þar sem dagskrá hefst kl. 13:00.

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans að Bifröst flytur hátíðarræðu, fjallkonan flytur ljóð og Aron Brink ásamt fleirum verður með tónlistaratriði. Hoppukastalar verða á staðnum og krakkarnir geta fengið að fara á hestbak.

Í tilefni þess að 20 ár eru liðin síðan Upplýsingamiðstöðin og Alþýðulist opnuðu í handverkshúsinu í Varmahlíð verður heitt á könnunni, pönnsur og handverk frá kl. 9:00-18:00 og gestum boðið að koma og samgleðjast þessum merka áfanga.