Ungmennafélagið Glói stendur fyrir hlaupi fyrir börn á 17. júní. Hlaupið í ár verður á Rammalóðinni á Siglufirði þar sem framkvæmdir á malarvellinum eru hafnar, en þar hefur hlaupið verið haldið í mörg ár.
Hlaupið er fyrir börn á aldrinum 6 – 11 ára, fædd 2012 – 2017 og hefst kl. 11.30.