Ungmennafélagið Glói á Siglufirði verður með hlaup fyrir krakkana á þjóðhátíðardaginn, föstudaginn 17. júní, líkt og undanfarin ár. Það fer fram á malarvellinum á Siglufirði og hefst kl. 11.00.
Hlaupið er fyrir börn fædd 2011-2016 og hlaupa tveir og tveir árgangar saman, þ.e. 2016 og 2015, 2014 og 2013 og síðan árgangar 2012 og 2011.