Vegna mikillar rigningarspár á morgun 17. júní hefur verið tekin ákvörðun um að fresta hátíðardagskrá í Fjallabyggð fram til laugardagsins 18. júní kl. 12:00.
Á Siglufirði á Rauðkutorgi verður stórglæsileg hátíðardagskrá og er dagskráin í höndum Ungliðasveitarinnar Smástráka í ár.
Hátíðarathöfn hefst á Rauðkutorgi kl. 12:00 þar sem flutt verður hátíðarræða, Fjallkona ársins Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir flytur ljóð og nýstúdent, Celina Borzymowska mun leggja blómsveig að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar, en gengið verður að Siglufjarðarkirkju þar sem blómsveigurinn verður lagður.
Boðið verður upp á dorgveiðikeppni á Togarabryggjunni og Mínigolfeppni á Rauðkutorgi. Verðlaun verða veitt í báðum keppnum.
Aparóla verður frá Suðurgötu að Snorragötu, hoppukastalar á Rauðkutorgi, sölutjöld og margt fleira skemmtilegt fyrir alla krakka.
UMF Glói verður með árlegt 17. júní hlaup á Malarvellinum á Siglufirði fyrir börn fædd 2016 – 2011 og hefst hlaupið kl. 11:00.
Klukkan 13:30-15:00 býður Slökkvilið Fjallabyggðar gestum og gangandi að skoða tæki slökkviliðsins og reistur verður vatnsveggur svo munið pollagallann !
Síldarminjasafnið verður opið frá 10:00-18:00 og Ljósmyndasögusafnið Saga-Fotografica frá kl. 13:00-16:00. Þar er að finna m.a. sýningu Rutar Hallgrímsdóttur, RAX og fleiri. Nýjar myndavélar og margt fleira áhugavert að skoða. Safnið verður opið alla daga í sumar frá kl. 13:00-16:00.
Fjölbreytt dagskrá verður á morgun föstudaginn 17. júní.
Í Kompunni, Alþýðuhúsinu verður sýning Níelsar Hafstein – sýningin Brennuvargar frá kl. 14:00-17:00 og einnig verða verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur til sýnis í anddyri Alþýðuhússins.
Í Ólafsfirði verður Kaffi Klara með Hátíðarbröns milli 11:00 og 13:30 og sýningin Djúpið verður opin frá 10:00-17:00. Í Pálshúsi er sýning Unu Margrétar Árnadóttur – Tánögl opin og safnið einnig frá kl. 13:00-17:00.
Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að mæta og fagna þessari hátíðarstund saman. Rútuferðir verða milli bæjarkjarna frá íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði kl. 11:30 og frá Ráðhústorginu Siglufirði kl. 16:15.