17. júní dagskrá á Akureyri

Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er haldinn hátíðlegur með dagskrá í Lystigarðinum á Akureyri og í miðbæ Akureyrar. Hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 12.45 með ljúfum tónum Blásarasveitar Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Alberto Porro Carmona. Séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp.

Dagskráin er sem hér segir:

Kl. 08.00: Fánar dregnir að húni.  
Kl. 12.45-13.30: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri spilar undir stjórn Alberto Porro Carmona. Séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Kristján Már Guðmundsson, einn af sigurvegurum í Stóru upplestrarkeppninni flytur ljóð.

Kl. 13.30: Skrúðganga úr Lystigarðinum að Ráðhústorgi. Fánaborg Skátafélagsins Klakks og Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri leiða gönguna.
Kl. 10-18: Shell Bíladagar – hátíðarbílasýning í Boganum. Verð kr. 1.500, frítt fyrir 12 ára og yngri og félagsmenn BA.

Kl. 11 og 17: Leikhópurinn Lotta í Lystigarðinum sýnir fjölskylduævintýrið Gilitrutt. Miðaverð kr. 1.500.
Kl. 14-16.30: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi. Um kynningu dagskrár sér leikhópurinn Lotta, ávarp fjallkonu er í höndum Valdísar Eiríksdóttur, ávarp nýstúdents er í höndum Öldu Karenar Ólafsdóttur, Lúðrasveit Akureyrar spilar, Lilli klifurmús, Söngskóli Maríu Bjarkar, Skralli trúður, Ína Valgerður, Leikhópurinn Saga og Páll Óskar.

Kl. 14-17: Skátatívolí – Með sól í hjarta og ratleikur.

Kl. 16: Húni II siglir um Pollinn. Enginn aðgangseyrir. Ferðin tekur 45 mínútur.
Kl. 20-21: Skátakvöldvaka á Ráðhústorgi.

Kl. 21-24: Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi. Leikhópurinn Lotta sér um að kynna dagskrána. Fram koma hljómsveitin Meraki, tónlistarmaðurinn Kalli, Óli Trausta og hljómsveit, Jónsi, Regína Ósk og Ína Valgerður og Hvanndalsbræður.

Kl. 21-22: Göngugata við Amarohúsið – Dansfélagið Vefarinn.

Kl. 22-23: Göngugata við Amarohúsið – Félag harmonikkuunnenda við Eyjafjörð spila fyrir dansleik.

Kl. 23.30: Ráðhústorgi – Nýstúdentar Menntaskólans á Akureyri marsera.

Það er Skátafélagið Klakkur sem skipuleggur hátíðarhöldin á Ráðhústorgi. Hafa má samband við skipuleggjendur með því að senda póst í netfangið klakkur@klakkur.is.

Heimild: www.akureyri.is