16 sóttu um stöðu sveitarstjóra Skagastrandar

Starf sveitarstjóra Skagastrandar var auglýst öðru sinni í byrjun ágúst mánaðar en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst síðastliðinn. Þegar staðan var auglýst í fyrra skiptið sóttu sjö um en eftir seinni auglýsinguna bættust níu umsækjendur við. Á vef Skagastrandar kemur fram að ráðið verður fljótlega í stöðuna.

Umsækjendur eru:

Alexandra Jóhannesdóttir
Arnar Kristinsson
Gerður Ólína Steinþórsdóttir
Guðbrandur Jóhann Stefánsson
Heimir Eyvindsson
Kristinn Óðinsson
Jón Sigurðsson
Snorri S. Vidal
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson

Umsækjendur sem sótt höfðu áður um stöðuna og ekki dregið umsókn til baka eru:

Gunnólfur Lárusson
Hjörleifur H. Herbertsson
Ingimar Oddsson
Kristín Á. Blöndal
Linda B. Hávarðardóttir
Ragnar Jónsson
Sigurbrandur Jakobsson

Mynd: Magnús Rúnar Magnússon /Héðinsfjörður.is