Golfklúbbur Fjallabyggðar

Eitt af fyrstu mótum sumarsins hjá GFB í Ólafsfirði var haldið föstudaginn 10. júní í tilefni Sjómannadagshelgarinnar. 17 kylfingar voru skráðir og kláruðu 16 kylfingar mótið.

Ræst var út af öllum teigum og var keppt í punktakeppni á Skeggjabrekkuvelli. 9 holur voru leiknar að þessu sinni.

Brynjar Þorleifsson var efstur með 20 punkta eftir 9 holur.

Annar var Björn Kjartansson með 18 punkta.

Þriðji var Þorleifur Gestsson með 17 punkta.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.