16% í minnkuðu starfshlutfalli í Fjallabyggð í ágúst

Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í ágúst 16%. Áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall skráðra í minnkað starfshlutfall verði 14%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í ágúst var 5%, áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 6%.

Þetta kemur fram í gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.