1546 geta kosið í Fjallabyggð í dag

Á kjörskrá í Fjallabyggð eru alls 1546.  Á Siglufirði eru 924 á kjörskrá, karlar 462 og konur 462. Í Ólafsfirði eru 622 á kjörskrá, karlar 316 og konur 306.
Kjördeildir eru tvær í Fjallabyggð, Tjarnarborg í Ólafsfirði og Ráðhús Fjallabyggðar á Siglufirði. Kjörfundur hefst kl. 10 á báðum stöðum.
Þrír framboðslistar eru í Fjallabyggð í ár. A-listi Jafnaðarfólks og óháðra. D-listi Sjálfstæðisflokks. H-listi fyrir Heildina.
Mikil kosningabarátta hefur verið í vikunni í Fjallabyggð og margir viðburðir verið haldnir fyrir íbúa Fjallabyggðar. Kaffi, kökur, skemmtanir og spjall.
Nú þurfa íbúar bara að skila sér á kjörstað og kjósa í dag.
Mikið er af öflugu fólki í framboði og einnig ný andlit og yngra fólk á listum sem er að stíga sín fyrstu skref.