Nýlega setti Ísorka upp glænýja hraðhleðslu á Ólafsfirði. Stöðin er staðsett hjá Kjörbúðinni í Ólafsfirði, nánar tiltekið við Aðalgötu 2-4 og  blasir við þeim sem koma í gegnum Ólafsfjarðarmúla. Staðsetningin er einnig sýnileg í appi Ísorku. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir rafbílaeigendur sem búa í Fjallabyggð eða þá sem eru á ferðalagi á svæðinu.

Um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 1x CCS tengi og 1x Chademo tengi.

Einnig er hægt að hlaða hjá Olís á Siglufirði og Avis Akureyri ef fólk er á ferð um Tröllakaga og Eyjafjörðinni.

Ljósmynd: Helgi Jóhannsson.