15 tóku þátt í fyrsta golfmóti sumarsins í Ólafsfirði
Alls voru 15 kylfingar sem tóku þátt í Miðvikudagsmótaröðinni hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Mótið fór fram á 17. júní síðastliðinn og var þetta fyrsta mót sumarsins.
Jónsmessumót GFB verður haldið í kvöld, laugardaginn 20. júní, ræst verður út af öllum teigum kl. 20:00. Val verður um að spila 9 eða 18 holur en að loknum 9 holum verður súpa og brauð í skála.
Úrslit í opnum flokki:
- Björg Traustadóttir með 21 punkt
- Sara Sigurbjörnsdóttir með 20 punkta
- Friðrik Hermann Eggertsson með 18 punkta
Úrslit í opnum flokki höggleik án forgjafar:
- Sara Sigurbjörnsdóttir með 39 högg
- Björg Traustadóttir með 39 högg
- Ármann Viðar Sigurðsson með 38 högg