15 nýjar íbúðir á Siglufirði

Vinna er hafin við að breyta gamla Gagnfræðiskólanum á Siglufirði við Hlíðarveg í íbúðarhúsnæði. Viðræður um kaup á húsinu hófust á síðasta ári og urðu formleg eigendaskipti á húsinu nú í sumar en félag í eigu Þrastar Þórhallssonar festi kaup á húsinu en seljandi var Fjallabyggð. Fimmtán íbúðir verða í húsinu, þar af tvær risíbúðir. Húsið er lyftuhús og verða íbúðir á fjórum hæðum hússins. Stærð íbúðanna verður frá 55-130 fermetrar og verður lofthæðin frá 3.0-3,70 metrar. Ekki hefur fengist uppgefið hvort íbúðirnar verði leigðar eða seldar þegar að þær verða tilbúnar. Þessa dagana er unnið við að byggja kvist á húsið og gler á húsinu yfirfarin. Þá verða byggðar svalir á húsið svo það verður gaman að fylgjast með breytingum á þessu sögufræga húsi á Siglufirði. Húsið var upphaflega teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

21058901374_c5026b3772_z 21298338845_3782b447b8_z 21494762989_88b1c091ee_z