15 konur hlupu í kvennahlaupinu á Siglufirði

Það var milt og gott veður þegar kvennahlaupið fór fram á Siglufirði í dag. Þátttaka var þó sú minnsta sem verið hefur á Siglufirði en ýmsar skýringar eru á því t.d. ný tímasetning, ný útfærsla á bolasölu, göngur og réttir og stórt golfmót að ógleymdum Covid faraldrinum sem enn hefur áhrif á samfélagið.
Þær 15 konur  sem mættu skemmtu sér vel og nutu útiverunnar. Í lok hlaups beið svo hressandi Toppur, frískandi ávextir og grænmeti að ógleymdum ýmsum vörum frá Nivea.
Það var Ungmennafélagið Glói sem sá um mótið og greindi frá þessu á samfélagsmiðlum.
May be an image of 4 manns, people standing, footwear, útivist og Texti þar sem stendur "Hannes Boy KVENN isí"
Myndir: Glói