15 endurráðnir í Hrísey

Fyrirtækið K&G í Sandgerði hefur keypt allar eignir og kvóta útgerðarfélagsins Hvamms í Hrísey. Allir starfsmenn verða endurráðnir 15 manns hafði verið sagt upp í febrúar síðastliðnum.

Hvammur var langstærsti vinnustaðurinn í Hrísey og áttu uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðamót en nú er ljóst að svo verður ekki.  Allar eignir Hvamms, svo sem frystihúsið, kvóti og línubáturinn Siggi Gísla fylgja með í kaupunum en eigendur Hvamms ætla að halda eftir harðfiskvinnslunni.

K&G rekur útgerð og fiskvinnslu í Sandgerði og þar starfa um 30 manns. Eigendurnir eru væntanlegir norður eftir helgi til að ræða við Eyjarskeggja.

Hrísey