143 kaupsamningar á Norðurlandi í júní

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Norðurlandi í júní 2020 var 143. Þar af voru 70 samningar um eignir í fjölbýli, 56 samningar um eignir í sérbýli og 17 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.710 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,9 milljónir króna.

Af þessum 143 voru 100 samningar um eignir á Akureyri. Þar af voru 57 samningar um eignir í fjölbýli, 33 samningar um eignir í sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 4.446 milljónir króna og meðalupphæð á samning 44,5 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.