13 skíðakrakkar frá Siglufirði á leið til Austuríkis

Alls eru þrettán iðkendur frá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg á leiðinni til Austurríkis í æfingaferð. Þau dvelja í eina viku við skíðaæfingar í alpagreinum. Með í för er þjálfari, fararstjórar og foreldrar, alls um 25 manns. Ekki hefur verið hægt að skíða á Siglufirði í vetur vegna snjóleysis svo þessi ferð kemur sér vel fyrir krakkana.  Frétta- og fræðslusíða UÍF greindi fyrst frá þessu.

troaðir-upp-skarðsdalur