Pólverjar fjölmennastir innflytjenda á Akureyri

Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda á Akureyri, þann 1. janúar 2013 bjuggu 157 Pólverjar á Akureyri. Næstfjölmennasti hópur innflytjenda kemur frá Danmörku. Fólk frá nærri 50 þjóðlöndum býr á Akureyri.  Á Íslandi öllu voru 25.926 innflytjendur eða 8,1% mannfjöldans.

  • Pólland 157
  • Danmörk 26
  • Þýskaland 24
  • Taíland 18
  • Lettland 15
  • Litáen 15
  • Bretland 13
  • Svíþjóð 12
  • Bandaríkin 10

Heimild: akureyri.net/Karl Eskil, Hagstofa Íslands, www.hagstofa.is.