Útskriftardagur Menntaskólans á Tröllaskaga var í dag. Tólf nemendur brautskráðust og samtals hafa fjörutíu og sex nemendur útskrifast frá skólanum. Í dag útskrifaðist fyrsti neminn sem hóf framhaldsskólanám sitt við skólann.

Adda María Ólafsdóttir, Brynja Sigurðardóttir, Eva Rún Þorsteinsdóttir og Halldór Ingvar Guðmundsson brautskráðust af íþrótta- og útivistarbraut. Atli Tómasson, Ástþór Árnason og Sandra Finnsdóttir brautskráðust af listabraut. Kári Ólfjörð Ásgrímsson, Pétur Þormóðsson og Rebekka Rún Sævarsdóttir brautskráðust af félags- og hugvísindabraut, Finnur Ingi Sölvason af náttúruvísindabraut og Jóhann Már Sigurbjörnsson af viðskiptasviði.

Nánari fréttir af þessu hér.