12 ný smit á Norðurlandi eystra

Á Norðurlandi eystra hafa bæst við 12 ný smit síðasta sólarhring sem er hátt hlutfall af smitum á landinu miðað við heildartölurnar í dag. Þrír voru utan sóttkvíar. Á Siglufirði eru tveir í einangrun, en enginn í Ólafsfirði. Í Dalvíkurbyggð eru 173 í sóttkví og 19 í einangrun.

Smit hafa komið upp víða á Norðurlandi eystra að undanförnu. Meðal annars hjá Brekkuskóla, Lundarskóla, VMA, íþróttafélögum, í fiskvinnslu og leikskólanum á Dalvík, í sjúkraþjálfun og í dag kom upp smit inn í skammtíma- og frístundaþjónustu fyrir fatlaða á Akureyri.