Íslandsmót unglinga verður haldið í TBR húsinu í Reykjavík um helgina. Badmintonsamband Íslands og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.

162 keppendur eru skráðir til leiks og fjöldi leikja er 298. Þar á meðal eru 12 keppendur frá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar.

Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11, U13, U15, U17 og U19, í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Í einliðaleik verða A og B flokkar í U13-U19 en í U11 flokknum verður bara einn flokkur í einliðaleik. Í öllum flokkum í einliðaleik verður keppt í riðlum.

Í tvíliða- og tvenndarleik U11-U19 verður aðeins A flokkur og er fyrirkomulagið þar hreinn útsláttur.

Í U11 fá allir keppendur þátttökuverðlaun.

Í gær fóru fram U-13 og U-15 einliðaleikir. Í dag er spilað í öllum flokkum og á sunnudag er spilað í undanúrslitum í öllum flokkum.

Myndir með fréttinni eru frá ljósmyndara vefsins og eru af U-11 liðsmönnum TBS.

Ljósmynd: EKJ / Héðinsfjörður.is
Ljósmynd: EKJ / Héðinsfjörður.is
Ljósmynd: EKJ / Héðinsfjörður.is
Ljósmynd: EKJ / Héðinsfjörður.is
Ljósmynd: EKJ / Héðinsfjörður.is