112 dagurinn í Fjallabyggð

Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð halda upp á 112 daginn, mánudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins verður sýning á tækjum og tólum Slökkviliðs Fjallabyggðar, sjúkraflutninga og björgunarsveita.

Sýningin stendur frá kl. 16-18.

Staðsetning:

Á Siglufirði við slökkvistöðina og á Ólafsfirði við slökkvistöðina og Sandhól.

Heitt verður á könnunni fyrir gesti og vöfflukaffi á Sandhóli á vegum Slysavarnasveit kvenna í Ólafsfirði og Björgunarsveitarinnar Tinds og Ólafsfjarðardeildar Rauða krossins.