10700 heimsóttu Síldarminjasafnið í júlí sem er met

Alls heimsóttu um 10.700 manns Síldarminjasafnið á Siglufirði í júlímánuði en fyrir 10 árum voru gestir 7600 á ársgrundvelli. Þetta er met í fjölda heimsókna í einum mánuði hjá safninu, en fjöldi skemmtiferðaskipa, Norræn Strandmenningarhátíð og Þjóðlagahátíð hjálpuðu til með þennan fjölda gesta. Alls voru 19 skemmtiferðaskipakomur í júlí á Siglufirði, og er Síldarminjasafnið einn hápunktur heimsóknarinnar til Siglufjarðar.

Heildarfjöldi gesta fyrstu sjö mánuði ársins er 18.500, þar af um 80% erlendir gestir. Síldarsaltanir hafa verið í alls 49 skipti á planinu við Róaldsbrakka og 200 hópar hafa fengið leiðsögn um safnið það sem af er ári.

Síldarminjasafnið greinir frá þessu á vef sínum.