1000 manns á Vinadeginum í Skagafirði

Vinadagurinn var haldinn í annað sinn í Skagafirði þann 23. október síðastliðinn. Um 1000 manns mættu í íþróttahúsið á Sauðárkróki og skemmtu  sér saman eins og sönnum vinum ber að gera. Saman voru komnir leikskólanemendur, grunnskólanemendur, nemendur úr Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, ásamt kennurum og foreldrum og öðrum gestum.

Fyrst var samverustund í íþróttasalnum og mætti m.a. Logi Vígþórsson danskennari á svæðið og tók smá danstakta með hópnum. Þá var borðað nesti og síðan hlustað á Svavar Knút leika nokkur lög. Að lokum var árgangahittingur í bekkjarstofum.

Sveitarfélagið Skagafjörður er þátttakandi í Vinaverkefninu en Vinadagurinn er hluti af forvarnavinnu verkefnisins. Fleiri myndi hér.

img_9297 img_9285
Myndir frá heimasíðu Árskóla, www.arskoli.is