100 unglingar keppa í badminton á Siglufirði

Unglingamót Tennis- og Badmintonfélag Siglufjarðar verður haldið í íþróttahúsinu á Siglufirði helgina 1.- 2.október. Reiknað er með um 100 unglingum frá 7 félögum á þetta mót.  Keppni hefst kl: 09.00 á laugardeginum og kl. 09.00 sunnudeginum.  Keppt verður fram í undanúrslit á laugardeginum.  Keppt verður í flokkum U11-U-17, einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands.