100 keppendur í badminton á Siglufirði

Unglingamót Tennis- og Badmintorfélag Siglufjarðar verður haldið um helgina í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista þess. Keppendur koma víða að, m.a. frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði, Akranesi og Skagafirði.

Alls er tæplega 100 keppendur skráðir til leiks frá 6 félögum, BH, Hamar, ÍA, TBR, TBS og Tindastól. Mikið af þjálfurum og aðstandendum fylgja einnig og því mikið líf í íþróttahúsinu um helgina.

Badminton er ein af þeim íþróttum í Fjallabyggð sem hefur notið mikilla vinsælla, aðstæður eru góðar í sveitarfélaginu fyrir iðkendur og áhugi mikill.

May be an image of einn eða fleiri og innanhúss