10 störf gætu tapast á Siglufirði

Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð óttast að rúmlega tíu störf á Siglufirði gætu tapast verði breytingar Seðlabanka Íslands á reglum um sparnaðar- og tryggingasamninga við erlend tryggingafélög að veruleika. Fyrirtækið Premium á Siglufirði sér um að skrá iðgjöld vegna lífeyristrygginga. Þar starfa 11 konur samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins.