10 staðfest skemmtiferðaskip til Siglufjarðar

Staðfest hefur verið að tvö skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína til Siglufjarðar næsta sumar. Í ár var met ár í heimsóknum en 18 skemmtiferðaskipaheimsóknir voru í sumar til Siglufjarðarhafnar.

Skemmtiferðaskipin Ocean Diamond og National Geographic Explorer hafa þegar bókað samanlagt 10 ferðir til Siglufjarðar sumarið 2016, en Ocean Diamond kemur 8 sinnum og National Geographic Explorer kemur 2 sinnum.

Skipið National Geographic Explorer kemur með um 150 farþega í hvert sinn og Ocean Diamond með um 190 farþega. Alls verða þetta því um 1820 farþegar sem þessi tvö skip koma með til Siglufjarðar næsta sumar.

Upplýsingar um öll skemmtiferðaskipin sumarið 2015 er að finna hér á síðunni.

19610463586_4583eaffa3_z