Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggja nú inni 10 Covid-19 smitaðir sjúklingar.
Í ljósi fjölda smita í samfélaginu og veikindafjarveru 50-60 starfsmanna Sjúkrahússins á Akureyri þá hefur verið talsverð áskorun að manna deildir spítalans.
Starfsfólk hefur flust á milli deilda þar sem þörf er á og hefur það gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður.
Mikil samvinna hefur  verið milli deilda og liðsandinn góður.