Núna eru 10 einbýlishús til sölu í Ólafsfirði og fjögur raðhús/parhús. Stærri einbýlishúsin eru í kringum 200 fm en minni í kringum 50-80 fm. Stærri húsinu kosta í kringum 30-35 milljónir en minni húsin í kringum 18-23 milljónir. Sambærileg einbýlishús af stærð á höfuðborgarsvæðinu kosta nú rúmlega 100 milljón krónum meira eftir gríðarlegar hækkanir undanfarin ár. Þessi sjúklega hækkun hefur ekki náð inn á öll þéttbýlispláss á landsbyggðinni og því hægt að gera mjög góð kaup í þessum húsum í Ólafsfirði.

Þá eru einnig 9 íbúðir í fjölbýli í Ólafsfirði til sölu núna fyrir þá sem leita af minni eignum á góðu verði.

Fermetraverðið er best á stærri einbýlishúsum í Ólafsfirði og er frá 153.000-172.000 kr. á fermeter, en á minni einbýlishúsum er það 270.000-312.000.

Einbýlishúsin sem eru auglýst núna í Ólafsfirði eru Aðalgata 21, Aðalgata 26, Aðalgata 52,  Ægisgata 3, Vesturgata 9, Vesturgata 17, Brimnesvegur 24, Strandgata 8, Hornbrekkuvegur 9 og Ólafsvegur 36.

Myndir: Fasteignavefur mbl.is