10 ára fór holu í höggi á Skeggjabrekkuvelli

Baldur Sam Harley 10 ára kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði, í gær. Afrekið vann hann á 8. holu vallarins, par 3, 120 metra löng. Að sögn Heiðars Davíðs golfkennara, þá sá hann höggið, sem kom í fallegum boga, lenti framarlega á flötinni og rúllaði hægt og örugglega ofan í holuna.
Drengurinn er nú orðinn meðlimur í einherjaklúbbnum á Íslandi.

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.
Mynd: GFB