10 ára afmæli – Páskaeggjaleikur

Héðinsfjörður.is fagnar nú 10 ára afmæli og í samstarfi við Kjörbúðina í Ólafsfirði gefum við þremur þátttakendum eitt páskaegg. Kvittið og deilið á facebook og takið fram hvaða egg ykkur líst best á. Dregið verður miðvikudaginn 24. mars og verður haft samband við vinningshafa og tilkynnt hér á síðunni. Kíkið við í Kjörbúðinni ykkar og athugið helgartilboðin og páskaeggin. Aðeins verður hægt að fá pásaeggin afhent í Kjörbúðinni Ólafsfirði þegar úrslit liggja fyrir.

Guðlaugur Magnús Ingason er Verslunarstjóri Kjörbúðarinnar Ólafsfirði.